Fermingarfræðslan hófst mánudaginn 11. september og eru fræðslutímar hér neðar í fréttinni.

Hér eru nokkrar gagnlegar upplýsingar:
Staður: Fermingarfræðslan fer fram á 2. hæð í safnaðarheimilinu að Þverholti 3.
Fræðarar eru: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn, Sr. Kristín Pálsdóttir og Hilmir Kolbeins guðfræðinemi. Einnig verður Guðjón Andri Rabbevag Reynisson æskulýðsleiðtogi með okkur.

Gjaldið fyrir sjálfa fermingafræðsluna er kr.19.146. Greiðslukrafan mun birtast í heimabanka í október / nóvember.
Miðað er við skiptingu hópsins í bekkjardeildir, eins og hún er í grunnskólunum. Sú nýbreytni verður þó í vetur að tveimur bekkjum verður slegið saman í hvorum skóla. Börnunum eru ætlaðir fræðslutímar sem hér segir:

Mánudagur:
8. SRS Varmárskóli kl.14:40 – 15:20

Þriðjudagur:
8. GG Lágafellsskóli kl. 15:15 – 15:55
8. VS Lágafellsskóli kl. 16:00 – 16.40

Miðvikudagur
8. EE og 8. HP Lágafellsskóli kl. 13:50 – 14:30
8. HG og 8. TH Varmárskóli kl. 14:40 – 15:20
8. AÁ Varmárskóli kl. 15:30 – 16:10

Ferð í Vatnaskóg: Lágafellsskóli: 30.– 31. október
Varmárskóli: 6. – 7 . nóvember

Vatnsverkefni: Fermingarbörn ganga í hús og safna fyrir vatnsbrunnum í Afríku 9. nóvember. Nánari upplýsingar verða sendar síðar.

Í vetur verður stuðst við nýtt fermingarefni sem fræðslusvið Biskupsstofu hefur gefið út. Heftið heitir AHA ! og er námsefnið byggt á hugmyndafræði og rannsóknum jákvæðrar sálfræði og er rauði þráðurinn í efninu hafður eftir orðum Jesú Krists: ,,Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig “ Sóknarnefnd Lágafellssóknar hefur ákveðið að gefa fermingarbörnunum heftið.

Kynningarfundur með foreldrum verður í safnaðarheimilinu mánudaginn 9. október
Foreldrar barna í Varmárskóla mæti kl. 17:30
“ Lágafellsskóla mæti kl. 18:30

Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á heimasíðu safnaðarins: www.lagafellskirkja.is eða á netfangið fermingar@lagafellskirkja.is

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju 10. september kl. 11:00. Við hvetjum fermingarbörn og foreldra þeirra til að mæta og hefja þar með fermingarveturinn !

Með bestu kveðjum
Prestar og starfsfólk Lágafellssóknar.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

3. október 2017 14:41

Deildu með vinum þínum