Fyrirbænastundir eru alla mánudaga í Lágafellskirkju kl. 17:30. Gengið inn í skrúðhúsinu. Þar kemur fólk saman og biður saman fyrir öllu því sem á hugann leitar. Í hópnum er einnig tekið við fyrirbænum og bænarefnum. Þú ert hjartanlega velkomin/n á fyrirbænastund í Lágafellskirkju. Í Jakobsbréfi 5:16 segir:”Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.” Það höfum við reynt á fyrirbænastundunum. Umsjón með fyrirbænastundunum hefur Þórdís Ásgeirsdóttir djákni. Nánari upplýsingar um fyrirbænastundir má fá hér á heimasíðu Lágafellssóknar. Þar er einnig hægt að leggja inn fyrirbænir.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

20. september 2017 11:36

Deildu með vinum þínum