Kirkjukrakkar

Barnastarf fyrir 1. og 2. bekk haustið 2017

 

Lágafellskirkja býður uppá Kirkjukrakka, kirkjustarf fyrir börn í 1. og 2. Bekk. Kirkjukrakkar eru í samvinnu við Frístundasel Lágafellsskóla á Höfðabergi og Varmárskóla. Ekki er nauðsynlegt að vera í Frístundaseli til að taka þátt og fer starfið fram í skólanum. Kirkjukrakkar eru einu sinni í viku á föstudögum frá 22. september til og með 8. desember.  Tímarnir eru sem hér segir:

 

Lágafellsskóli (Höfðaberg) frá kl. 13:20 til kl. 13:55  Varmárskóli  frá kl. 14:10 til kl. 14:45

 

Kirkjukrakkar er kristilegt starf fyrir börn í 1. og 2. bekk, þar fræðast þau um kristna trú og kærleika , syngja og leika sér.  Börnin læra bænir, heyra helstu sögur Biblíunnar og velta fyrir sér siðferðisboðskapnum sem í þeim býr. Engin greiðsla er tekin fyrir kirkjukrakka.

Umsjón með kirkjukrökkum í vetur hefur Guðjón Reynisson, æskulýðsleiðtogi.

Hægt er að skrá börnin í kirkjukrakka með því að senda tölvupóst á netfangið: hreidar@kirkjan.is  Taka þarf fram nafn, bekk og skóla barnsins.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

19. september 2017 15:08

Deildu með vinum þínum