Sóknarnefnd Lágafellssóknar hefur ákveðið að ráða Þórð Sigurðsson í starf organista við sóknina.

Þórður hefur starfað frá 2015 sem organisti og kórstjóri við Norðfjarðarsókn en áður var hann organisti og kórstjóri í Langanessókn. Þórður hefur verið  leiðtogi og hljóðfæraleikari í sumarbúðum KFUM&K og unnið bæði í Kaldárseli og Vatnaskógi. Þórður hefur sérstakan áhuga á eflingu tónlistarþátttöku ungs fólks í kirkjunni með fjölbreyttum hætti.

Hann er stúdent úr MH og með kirkjuorganistapróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Auk þess er hann með diplóma í rytma tónlist frá Viken Folkhögskole for Musikk og stundaði nám við The New School for Jazz and Contemporary Music í New York. Þórður mun hefja kantorsnám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar í haust.

Þórður hefur störf 15. ágúst nk. og óska safnaðarnefnd, prestar og starfsfólk Lágafellssóknar honum innilega til hamingju og hlakkar til samstarfsins með honum.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

30. júní 2017 16:32

Deildu með vinum þínum