Guðsþjónusta  verður í Mosfellskirkju sunnudaginn 28. maí kl. 14:00 og verður þá hin árleg kirkjureið Hestamannafélagsins Harðar. Ræðumaður er Hákon Hákonarson formaður Hestamannafélagsins Harðar.Karlakórinn Stefnir syngur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttir. Organisti er Kjartan Jósefsson. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari. Hópreið verður til og frá kirkju og býður hestamannafélagið til kaffisamsætis að athöfninni lokinni.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

22. maí 2017 12:17

Deildu með vinum þínum