Sunnudaginn 2. apríl verða tvær fermingarathafnir í kirkjum safnaðarins. Sú fyrri er í Lágafellskirkju kl. 10:30 og þar verða 14 börn fermd. Síðari athöfnin er í Mosfellskirkju kl. 13:30 og þar verða 9 börn fermd. Báðir prestar safnaðarins, sr. Ragnheiður Jóndóttir og Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjóna í athöfnunum. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú syngur einsöng og Símon Karl Sigurðarson leikur á klarinett. Meðhjálpari er Hildur Salvör Backman.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

29. mars 2017 11:43

Deildu með vinum þínum