Næstkomandi sunnudag 26. mars hefjast fermingar í Lágafellssókn. Þann dag eru tvær fermingarguðsþjónustur , sú fyrri kl. 10:30 og sú síðari kl. 13:30 og í þeim fermast 27 ungmenni. Báðir prestar safnaðarins, Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjóna í athöfnunum. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú syngur einsöng og Símon Karl Sigurðarson Melsteð leikur á Klarinett. Meðhjálpari er Lilja Þorsteinsdóttir.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

23. mars 2017 12:13

Deildu með vinum þínum