Í Guðsþjónustu í Lágafellskirkju sunnudaginn 23. október fáum við góða gesti frá Hjálparstarfi kirkjunnar sem segja okkur frá þeim áhrifum sem hjálparstarf hefur haft á líf fólk í Eþíópíu. Heimsóknin er hluti af kynningu á söfnun fermingarbarna fyrir vatnsbrunnum í Afríku, Eþíópíu sem fram fer 3. nóvember. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Prestur er Arndís Linn.

Sunnudagaskólinn er í Lágafellskirkju kl. 13:00. Umjón hafa Hreiðar Örn, Bryndís og Kjartan.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

19. október 2016 15:13

Deildu með vinum þínum