Stígur hugrekkisins“  – The Daring WayTM  „Komdu – láttu ljós þitt skína – sýndu kjark“

 7 vikna vinnustofa á vegum Lágafellskirkju Byggt á kenningum Dr Brené Brown

Fyrra námskeiðið varð strax fullbókað og nú eru síðustu sætin laus á það síðara sem hefst  Laugardaginn 24. september frá 9:30-14 og verður næstu sex fimmtudaga frá 17:30 til 20.

Ertu hætt(ur) að hlakka til? Finnst þér lífið renna hjá? Veltur þú því stundum fyrir þér hvort þetta sé allt og sumt? Langar þig til nema staðar og skoða nýja fleti á sjálfri/sjálfum þér?

Þá er „Stígur hugrekkisins“ ef til vill eitthvað fyrir þig.

The Daring WayTM aðferðafræðin er þróuð til að aðstoða fólk við að „koma fram, láta ljós sitt skína og lifa hugrakkara lífi“.

Á vinnustofunni könnum við þætti eins og berskjöldun, hugrekki, skömm og verðugleika. Við könnum hvaða hugsanir, hegðun og tilfinningar hamla okkur og greinum hvernig nýtt val og nýjar venjur geta hjálpað okkur að lifa betra lífi, sátt við okkur sjálf eins og við erum. Áhersla er lögð á að auka seiglu og viðbrögð við skömm og þróa daglegar venjur sem gjörbreyta því hvernig við lifum, elskum, ölum upp börnin okkar og stjórnum fólki.

Dr Brené Brown er félagsráðgjafi og rannsóknarprófessor við Houston háskóla í Texas. Hún hefur varið síðustu 15 árum í að rannsaka berskjöldun, hugrekki, verðugleika og skömm. Hún er höfundur metsölubókanna The Gifts of Imperfection, Daring Greatly og Rising Strong. Árið 2010 hélt hún TED fyrirlestur The Power of Vulnerability sem ríflega 25 milljónir hafa hlýtt á.  Hún hefur hannað námsefni byggt á fræðum sínum og þjálfað fólk upp í að nota það. Ragnhildur Vigfúsdóttir er CDWF (Certified Daring Way Facilitator) og hefur leyfi til að kenna efnið.

Áðurauglýst Námskeiðið sem hefst 17. September er fullbókað og  því hefur verið ákveðið að halda annað námskeið sem hefst 24. September kl. 9:30

Hvenær:  Laugardaginn 24. september frá 9:30-14 og næstu sex fimmtudaga frá 17:30 til 20.

Hvar: Safnaðarheimili Mosfellsprestakalls, Þverholti  3,, Mosfellsbæ

Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi og CDWF

Verð: 18.000

Skráning hjá: sr.Arndísi Linn, í síma 5667113 eða á netfangið: arndis.linn@lagafellskirkja.is

Takmarkaður fjöldi – skráning er nauðsynleg!  Hjartanlega velkomin að taka þátt!

 

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

22. september 2016 10:57

Deildu með vinum þínum