Á haustinn skiptum við um gír í Lágafellssókn, eins og samfélagið allt og hefjum fjölbreytt starf í sókninni. Foreldramorgnar byrja aftur fyrsta dag septembermánaðar, Sunnudagaskólinn, TTT og æskulýðsfélagið fara aftur á fullt frá og með 11. setpember og í kjölfarið hefst svo fermingarfræðslan.Kirkjukórinn  er líka farin að hita upp raddböndinn og skreyta guðsþjónusturnar.  Í haust bjóðum við áfram uppá 12 spora starf eins og síðustu vetur og hefst seinnipart september. Þá verður 7 vikna vinnustofa á vegum Lágafellskirkju sem kallast Stígur hugrekkisins sem einnig hefst seinnipart september. Bæna og íhugunahópar halda áfram og helgihaldið verður fjölbreytt og skemmtilegt. Nánari upplýsingar um hvern lið safnaðarstarfsins verða settar inn á næstu vikum. Vertu með okkur í vetur !

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

24. ágúst 2016 12:31

Deildu með vinum þínum