
Tvær síðustu fermingarguðsþjónustur verða 17. apríl næstkomandi. Fyrri athöfnin hefst kl. 10:30 og er í Lágafellskirkju og sú síðari kl. 13:30 í Mosfellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Kristín Pálsdóttir þjóna í báðum athöfnum. Einsöng syngur Jón Magnús Jónsson og Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Ragnars Jónssonar organista. Í þessum athöfnum verður 21 barn fermt. Hægt er að sjá lista yfir fermingarbörn Lágafellssóknar þetta vorið hér. Þess má geta að auka fermingarguðsþjónusta verður á hvítasunnudag en þá fermast 3 börn.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
15. apríl 2016 19:34