Jólin hennar Jóru í sunnudagaskólanum sunnudaginn 6. desember kl. 13:00.

Leikritið segir frá Jóru litlu en hún er tröllastelpa sem býr upp í fjöllum. Einn daginn stelur hún jólakíkinum hans Skrepps en hann er einn besti aðstoðarmaður jólasveinanna. Allt er í pati því án kíkisins góða geta þeir ekki vitað hvort börnin séu þæg og góð til að fá í skóinn.

Fer Skreppur því af stað til að hafa upp á kíkinum en það verður ekki auðvelt því Jóra er farinn til mannabyggða, að upplifa þessi jól sem allir eru að tala um. Hér er á ferðinni jólaævintýri ætlað börnum á aldrinum 2-9 ára. Allir hjartanlega velkomnir, aðgangur ókeypis.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

2. desember 2015 13:28

Deildu með vinum þínum