Annan sunnudag í aðventu þann 6. desember verður hið árlega aðventukvöld í Lágafellskirkju og hefst það klukkan 20:00. Meðal tónlistarflytjenda eru: Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari ,Örnólfur Kristjánsson sellóleikari, Bjarni Sveinbjörnsson kontrabassaleikari og Sveinn Þórður Birgisson trompetleikari. Skólakór Varmárskóla undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar og Kirkjukór Lágafellssóknar. Einsöngvarar : Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Gréta Hergils sópran. Organisti er Jónas Þórir . Sr. Birgir Ásgeirsson og sr. Kristín Pálsdóttir leiða stundina.

Ræðumaður kvöldsins er Birgir Ásgeirsson, settur sóknarprestu. Kaffiveitingar í boði Lágafellssóknar í safnaðarheimilinu að Þverholti 3. Allir hjartanlega velkomnir – Lágafellssókn

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

2. desember 2015 13:14

Deildu með vinum þínum