keith 3Sóknarnefnd Lágafellssóknar samþykkti á fundi sínum þann 30.09.2015 að ráða Keith Reed til starfa sem organista safnaðarins. Keith hefur verið nátengdur kirkjustarfi í fjöldamörg ár ýmist sem sjálfboðaliði eða tónlistarstjóri. Í dag starfar Keith sem organisti í All Saints parish, Corning, NY. En þar býr hann ásamt konu sinni Ástu Bryndísi Schram. Keith er vel þekktur innan kirkjunnar og starfaði hann áður sem tónlistarstjóri/organisti hjá Lindakirkju og Breiðholtskirkju.

Keith er menntaður í kórstjórn og söng og hefur áralanga reynslu af kórastarfi. Keith mun koma til starfa í byrjun desember.  Söfnuður Lágafellssóknar býður Keith velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

6. október 2015 11:32

Deildu með vinum þínum