
Íhugun – kyrrð – útivera
Kyrrðardagur verður haldinn í Mosfellskirkju laugardaginn 26. september 2015 kl. 9:00 til 16:00.
Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn. Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í öðru ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Umsjón með deginum hafa sr. Ragnheiður Jónsdóttir og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknakandidat.
Allir velkomnir – þátttaka ókeypis. Upplýsingar og skráning: sr. Ragnheiður í síma 869-9882.
Nánari upplýsingar um Kyrrðarbænina (Centering Prayer) sem aðferð og íhugun má finna hér www.kristinihugun.is
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
23. september 2015 13:32