Sunnudaginn 17. maí var haldin skráningarguðsþjónusta í Lágafellsskóla þar sem börnum sem hyggjast fermast vorið 2016 var sérstaklega boðið. Guðsþjónustan var einstaklega vel sótt og má með sanni segja að prestar og starfsfólk safnaðarins líti björtum augum til haustsins og komandi fermingarfræðslu. Mikil aðsókn var í fyrstu tvo fermingardaga vorsins 2016, Pálmasunnudag og Skírdag og því eru báðar athafnir þá daga fullbókaðar eins og hér segir:

  • 20. mars Lágafellskirkja kl. 10:30 og kl. 13:30 (Pálmasunnudagur) FULLBÓKAÐ Í BÁÐAR ATHAFNIR
  • 24. mars Lágafellskirkja kl. 10:30 og kl. 13:30 (Skírdagur) FULLBÓKA Í BÁÐAR ATHAFNIR

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

19. maí 2015 13:13

Deildu með vinum þínum