Mánudaginn 27. apríl síðastliðinn var aðalsafnaðarfundur Lágafellssóknar haldinn. Þar var farið yfir starf safnaðarins síðastliðið ár. Á þessum aðalfundi voru kosnir nýir fulltrúar í sóknarnefnd og er hún skipuð eftirtöldum aðilum. Í aðalstjórn eru: Páll Ásmundsson, Karl E Loftsson, Rafn Jónsson, Valgerður Magnúsdóttir, Ólína Kristín Margeirsdóttir, Elín Rósa Finnbogadóttir og Ríkarður Már Ríkarðsson. Í varastjórn eru: Margeir Haraldsson, María Sif Sævarsdóttir, Heiðrún Bára Jóhannesdóttir, Helga Jóhannesdóttir, Guðjón kristinsson, Guðmundur Jónsson og Erna Reynisdóttir. Um leið og við óskum nýrri stjórn allrar velferðar á komandi árum, þökkum við þeim sem nú ganga úr stjórn fyrir þeirra mikla og góða starf í þágu sóknarinnar en þau eru: Runólfur S Steinþórsson, Jón Þórður Jónsson, Helga Hinriksdóttir, Erna Arnardóttir, Kjartan Þór Reinholdsson, Herdís Sigurjónsdóttir og Björgvin Filippusson.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

28. apríl 2015 12:35

Deildu með vinum þínum