Við í Lágafellskirkju erum af gefnu tilefni farin að huga að fermingum næsta vors, þ.e. vorsins 2016. Sérstök skráningarguðsþjónusta verður haldin í Lágafellsskóla sunnudaginn 17. maí 2015 kl. 20:00 þar sem börnum fæddum 2002 er sérstaklega boðið. Í þeirri guðsþjónustu hefst skráningin formlega. Foreldar og forráðamenn barna fædd árið 2002 kom til með að fá sent skráningarblað og boð í guðsþjónustuna með pósti. Nú eru fermingardagar næsta vors líka ákveðnir og er hægt að sjá hvaða daga verður fermt í kirkjum safnaðarins hér á heimasíðunni.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

16. mars 2015 12:43

Deildu með vinum þínum