Guðsþjónusta og erindi um Mosfellskirkju

Þú ert hér: ://Guðsþjónusta og erindi um Mosfellskirkju

Guðsþjónusta verður í Mosfellskirkju að þessu sinni, sunnudaginn 15. mars kl. 11:00. Prestur er sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Álafosskórinn syngur og stjórnandi hans er Ástvaldur Traustason. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Í kjölfar guðsþjónustunnar verður Pétur H. Ármannsson með spennandi og áhugavert erindi um kirkjubygginguna.

Sunnudagaskólinn er kl. 13:00 í Lágafellskirkju. Umsjón Hreiðar Örn og Arnhildur Organisti verður við píanóið.

By |2015-03-12T15:36:32+00:0012. mars 2015 15:36|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta og erindi um Mosfellskirkju