Sunnudaginn 30. nóvember mæta Sigga og Skessan í jólaskapi í sunnudagaskólann í Lágafellskirkju kl. 13:00. Það eru að koma jól og allir að komast í sannkallað jólaskap. Skessan er heima í hellinum með Siggu að skreyta þegar þær frétta að veðrið er að breytast ,  allt er að verða ófært og jólapósturinn kemst ekki til fólksins. Það er Stoppleikhópurinn sem kemur og setur upp leiksýninguna. Verið öll hjartanlega velkomin.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

26. nóvember 2014 13:36

Deildu með vinum þínum