Fyrsta Kvöldguðsþjónusta haustsins verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 21. september kl:20.  Jógvan Hansen syngur ásamt Kirkjukór Lágafellssóknar undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Prestar safnaðarins sjá um helgihaldið. Verið öll hjartanlega velkomin !