
Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju, sunnudaginn 14. september kl.11:00. Dagurinn er dagur Kærleiksþjónustu í kirkjum landsins. Umsjón með guðsþjónustinni hafa djáknarnir Fjóla Haraldsdóttir og Ásdís Blöndal. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í Lágafellskirkju kl. 13:00. Umsjón hafa Hreiðar Örn og Arnhildur. Nýtt og spennandi sunnudagaksóla efni.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
11. september 2014 13:58