Nú fer safnaðarstarfið hjá okkur í Lágafellskirkju smám saman að hefjast. Í þessari viku hefjas Prjónasamverur sem eru reglulega á tveggja vikna fresti yfir veturinn. Fyrsta samveran er fimmtudaginn 4. september kl. 20:00. Umsjón með þeim hefur Fjóla Haraldsdóttir djákni. Fyrsti foreldramorgun þessa vetrar er einnig í þessari viku, miðvikudaginn 3. september kl. 10:00. Umsjón með foreldramorgnum hefur Arndís Linn.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

2. september 2014 12:07

Deildu með vinum þínum