Fermingarathafnir í báðum kirkjum sóknarinnar

Þú ert hér: ://Fermingarathafnir í báðum kirkjum sóknarinnar

Þriðji fermingardagurinn rennur upp sunnudaginn 6. apríl. Þann dag verða  tvær fermingarathafnir þar sem  börn ganga til altaris og gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Fyrri fermingarathöfnin er kl.10:30 og fer hún fram í Lágafellskirkju.  Síðari athöfnin er í Mosfellskirkju og hefst hún kl. 13:30.  Báðir prestar safnaðarins, Sr. Skírnir Garðarsson og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjóna í báðum athöfnunum. Kirkjukór Lágafellskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur Organista. Í báðum athöfnum syngur Jón Magnús Jónsson einsöng og Greta Salóme Stefánsdóttir leikur á fiðlu. Meðhjálpari er Rut G. Magnúsdóttir.

By |2014-04-01T13:03:48+00:001. apríl 2014 13:03|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarathafnir í báðum kirkjum sóknarinnar