Þá er komið að næstu fermingarathöfnum hér í Mosfellsprestakalli. Sunnudaginn 30. mars verða  tvær fermingarathafnir þar sem 24 börn ganga til altaris og gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Fyrri fermingarathöfnin er kl.10:30 og  síðari athöfnin er  kl. 13:30.  Sr. Skírnir Garðarsson og sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjóna í báðum athöfnunum. Kirkjukór Lágafellskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur Organista. Í báðum athöfnum syngur Jón Magnús Jónsson einsöng og Greta Salóme Stefánsdóttir leikur á fiðlu. Meðhjálpari er Rut G. Magnúsdóttir.