Prjónasamveruhópur Lágafellssóknar hittist annan hvern fimmtudag frá hausti fram í sumarbyrjun ár hvert. Hópurinn samanstendur af 20 – 30 konum sem allar hafa mikinn áhuga á handavinnu.
Síðastliðið vor var ákveðið að hópurinn skyldi láta gott af sér leiða fyrir komandi jól. Strax á haustdögum var hafist handa að undibúa verkefnið. Leitað var til Ístex um aðstoð með lopa, sem brást vel við og gaf hópnum það sem þurfti til verksins.
Afraksturinn varð fullur kassi af; vettlingum, sokkum, húfum og peysu.
17.desember var Hjálparstarfi kirkjunnar afhentur kassinn góði.
Það er óhætt að segja að konur í Mosfellsbæ og nágrenni hafi skilað af sér góðu dagverki sem trúlega mörg börn eiga eftir að njóta góðs af .

Hér má sjá myndir af afrakstrinum og afhendingunni.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

18. desember 2013 11:47

Deildu með vinum þínum