
Síðari Kyrrðarstundin á aðventu í Mosfellskirkju verður næstkomandi laugardag, 14. desember kl. 9 – 11
Íhugun – kyrrð – útivera – Í fallegu umhverfi og kirkju í dal skáldanna, Mosfellsdal.
Við hefjum stundina í morgunrökkrinu með kristinni íhugun. Göngum síðan út í birtu dagsins og tökum stuttan göngutúr í dalnum. Heitt kakó í lok samveru.
Umsjón: Arndís, Ragnheiður og Sigurbjörg. Allir velkomnir
Upplýsingar um Kyrrðardagana má líka sjá hér á síðunni undir Kyrrðardagar
Lögð verður áhersla á kyrrðarbænina (Centering Prayer). Nánari upplýsingar um bænina er að finna á heimasíðunni www.kristinihugun.is
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
11. desember 2013 11:46