Jólastund barnastarfsins verður að þessu sinni í Lágafellskirkju sunnudaginn 14. desember, þriðja sunnudag í aðventu kl. 11:00. Umsjón hafa sr. Skírnir Garðarsson, Arndís Linn og Arnhildur Valgarðsdóttir. Skólakór Varmárskóla syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Sylvía Gló Chan og Ingrid Lin Chan Óskarsdætur leika fjórhent á píanó og Matthildur Louise Göttler leikur á selló. Verið öll hjartanlega velkomin.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

10. desember 2013 12:27

Deildu með vinum þínum