Hið árlega aðventukvöld Lágafellssóknar verður haldið í Lágafellskirkju sunnudaginn 8. desember kl. 20:00. Að venju verður mikið um dýrðir og margt tónlistarfólk leggur sitt af mörkum til stundarinnar. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng og skólakór Varmárskóla syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Þá flytja  Gréta Hergils, Eydís Fransdóttir,
Örnólfur Kristjánsson og Helga Steinunn Torfadóttir einnig tónlist. Arnhildur Valgarðsdóttir er organisti. Ræðumaður kvöldsins er Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari á Akureyri. Prestar safnaðarins sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Skírnir Garðarsson leiða stundina. Boðið verður í messukaffi í safnaðarheimili Lágafellssóknar Þverholti 3, 3. hæð að loknu aðventukvöldinu.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

3. desember 2013 11:30

Deildu með vinum þínum