Þann 11. nóvember síðastliðinn söfnuðu fermingarbörn Lágafellssóknar peningum til styrktar
vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í þrem löndum Afríku: Malaví, Úganda og Eþíópíu.

Í vikunni þar á undan fengu fermingarbörnin fræðslu um aðstæður í löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni. Meira en 700 milljónir manna hafa ekki aðgang að heinu vatni. Í fræðslunni heyrðu börnin um árangur af verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar hvernig hægt er að safna rigningarvatni og grafa brunna sem veita hreint vatn sem gjörbreytir lífinu til hins betra. Með þessu fá fermingarbörnin okkar sem og önnur fermingarbörn þessa árs sem telja um 2900 tækifæri til að láta til sín taka og gefa Íslendingum færi til að leggja sitt af mörkum.  Árangur söfnunarinnar var einstaklega góður, en börnin söfnuðu rétt um 300.000.- sem er um 40% aukning frá fyrra ári. Viljum við því fyrir hönd Hjálparstarfs kirkjunnar þakka fermingarbörnunum fyrir gott starf og einnig þeim sem gáfu í baukana fyrir góðan hug til starfsins. Enn er hægt að styðja söfnun fermingarbarna  til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Hægt er að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og gefið 2.500.- krónur eða leggja upphæð að eigin vali inn á reikning 0334-26-056200 kt: 450670 0499.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

18. nóvember 2013 12:07

Deildu með vinum þínum