Boðið verður upp á andlegt ferðalag í anda Tólf sporanna í Mosfellsbæ í vetur. Sporin eru unnin eftir kerfi þar sem tekist er á við óuppgerðar tilfinningar. Flestum okkar hættir til að dragnast með slíkt í gegnum lífið með tilheyrandi þjáningum og ójafnvægi. Ekki er horft á fíkn sérstaklega. Kynningarfundur verður í Safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3, Mosfellsbæ, miðvikudagskvöldið 4. september kl. 18:30. Næstu þrjá miðvikudaga á sama stað og tíma, verða opnir fundir til frekari kynningar. Á fjórða fundi, þann 25. september, verður endanlega skipað í hópa og þeim lokað. Allir eru velkomnir á opnu fundina og ekki þarf að skrá sig. Þátttökugjald er ekkert. Hægt er að finna upplýsingar um 12 sporin andlegt ferðalag hér: www.viniribata.is

Nánari upplýsingar, vitnisburð um 12 sporin og kynningarbækling um 12 sporin- andlegt ferðalag er hægt að finna hér.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

28. ágúst 2013 15:04

Deildu með vinum þínum