
Það voru glaðir krakkar sem komu einn ágústdag frá Sumarbúðunum í Reykjadal hjólandi, gangandi og ríðandi til Mosfellskirkju.
Þetta var sumarbúða vikan þeirra. Einn liður í henni er að fara um dalinn fallega og heimsækja markverða staði. Þau, ásamt fylgdarliði, létu nú ekki votveðrið hindra sig. Það var sungið, rætt og frætt og nestið gómsæta borðað.Góð var sú stund og ánægjuleg.
Í Reykjadal er unnið lofsamlegt starf. Guð blessi það allt og alla sem að því koma. Sr.Ragnheiður Jónsdóttir
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
27. ágúst 2013 11:42