Upphaf fermingarársins – guðsþjónusta í Lágafellsskóla

Þú ert hér: ://Upphaf fermingarársins – guðsþjónusta í Lágafellsskóla

Lágafellskirkja kallar fermingarbörn vorsins 2014 til guðsþjónustu í Lágafellsskóla sunnudaginn 2. júní kl. 20:00. Síðastliðin ár hefur fermingarstarfið hafist með skráningarguðsþjónustu í Lágafellsskóla og svo verður einnig í ár. Fermingarbörnum og foreldrum þeirra er sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar og þar verður tekið við skráningu í fermingarfræðslu og skráningu á fermingardeginum 2014. Starfsfólk og prestar safnaðarins taka þátt og verða boðnar léttar veitingar að guðsþjónustunni lokinni. Kirkjukór og organisti Lágafellssóknar leiða safnaðarsöng. Hægt er að nálgast skráningarblöð á heimasíðunni.

By |2013-05-29T13:04:21+00:0028. maí 2013 12:19|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Upphaf fermingarársins – guðsþjónusta í Lágafellsskóla