Kyrrðardagur verður í Mosfellskirkju laugardaginn 1. júní frá kl. 9:00 – 16:00. Dagurinn samanstendur af íhugun(Kyrrðarbæn /Centering Prayer), kyrrð og útiveru í fallegu umhverfi í Mosfellsdal. Umsjón með deginum hafa Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknaefni og sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Allir eru velkomnir á kyrrðardaginn og er þátttaka ókeypis. Nánari upplýsingar og skráning er hjá sr. Ragnheiði Jónsdóttur í síma 869 9882. Megin uppistaða kyrrðardagsins er Kyrrðarbænin (Centering Prayer) sem er  eitt einfaldasta form íhugunarbænar sem um getur og geta allir lært það og stundað. Tilgangur Kyrrðarbænarinnar er sá að dýpka samband okkar við Guð með því að játast nærveru og verkan Guðs innra með okkur í hinu daglega lífi okkar. Nánari upplýsingar um kyrrðarbænina má finna á heimasíðu áhugafélags um kyrrðarbænina á Íslandi, www.kristinihugun.is

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

27. maí 2013 11:50

Deildu með vinum þínum