Þá er komið að fjórða fermingardeginum í Mosfellsbænum. Að þessu sinni verða fermingarathafnirnar í báðum kirkjum sóknarinnar, í Lágafellskirkju kl: 10:30 og í Mosfellskirkju kl. 13:30. Þennan sunnudag munu 23 börn fermast og að venju þjóna báðir prestar sóknarinnar í athöfnunum, þau sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Skírnir Garðarsson. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng og Jóhannes Baldursson syngur einsöng og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

2. apríl 2013 11:45

Deildu með vinum þínum