logoSunnudaginn 7. apríl  kl:17:00 verður Batamessa í Lágafellskirkju.  Í batamessu sameina prestur og Vinir í bata krafta sína í viðkomandi kirkju og bjóða öllum til sín í messu, sem  við köllum batamessu. Batamessurnar eru frábrugnar öðrum messum að því leyti að krirkjugestum er frjálst að taka virkari þátt með því að ganga um kirkjuna og iðka trú sína á eigin forsendum. Allir geta komið og átt notalega og uppbyggilega stund í Batamessu. Eftir messuna er boðið upp á létta hressingu. Allir velkomnir.

Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

2. apríl 2013 11:58

Deildu með vinum þínum