Mætt: Skírnir, Svanhildur, Vallý, Herdís, Kristján, Ragnheiður, Hilmar, Karl,  Arndís og Hreiðar.

1. Fundur settur af formanni Hilmari Sigurðssyni kl. 17:17

2. Orð og bæn. Sr. Ragnheiður las úr fyrra Korintubréfi. Að lestri loknum leiddi hún fundarmenn í bæn.

16Vitið þið eigi að þið eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í ykkur? 17Ef nokkur eyðir musteri Guðs mun Guð eyða honum því að musteri Guðs er heilagt og þið eruð það musteri. 18Enginn dragi sjálfan sig á tálar. Ef nokkur ykkar þykist vitur í þessum heimi verði hann fyrst heimskur til þess að hann verði vitur. 19Því að speki þessa heims er heimska í augum Guðs

3. Fundargerð síðasta sóknarnefndarfundar og síðasta framkvæmdanefndarfundar voru samþ.

4. Safnaðarstarfið
Safnaðarstarfið er komið vel í gang eftir jólafrí. Ekki eru miklar breytingar á því. Þó má geta þess að ferð fermingarbarna í Vatnaskóg var til fyrirmyndar og hvatti sóknarprestur til að sami háttur yrði á komandi vetri. Fermingarbörn ársins eru rétt undir 130 og munu fermingarathafnir vera 10 að þessu vori og þar af 2 í Mosfellskirkju. Nokkrar fermingar verða síðan seinna í vor og sumar.. Í vor verða send út bréf til tilvonandi fermingarbarna og fjölskyldna þeirra. Þar verður fyrirkomulag fermingarstarfs næsta vetur kynnt og fólki gefinn kostur á að skrá barn sitt til fræðslu. Sr. Ragnheiður fór yfir alla þá starfsemi sem er í gangi hjá okkur.
Arndís Linn kynnti fyrir sóknarnefnd verkefnið „Krílasöngur“. Góður rómur var gerður að því og samþykkti sóknarnefnd að greiða fyrir þetta námskeið/verkefni. Skoðað verður einnig um styrk vegna þessa frá Kjalarnessprófastsdæmi.

5. Safnaðarblað
Safnaðarblaðið er í vinnslu og verður með sama sniði og undanfarin ár.

6. Mosfellskirkja 45 ára
Í apríl verður Mosfellskirkja 45 ára. Afmælisdagurinn lendir á páskadag. Ákveðið að halda upp á afmæli kirkjunnar seinna á árinu.

7. Rekstur / Starfsmannamál

a. Verkframkvæmdir
Gangstígur frá Mosfellskirkju að bílaplani var endurgerður. Verktaki: Sólgarðar / Guðmundur Ágúst Magnússon

Aðaltafla rafmagns í Mosfellskirkju samkvæmt úttekt frá Frumherja var lagfærð og sett upp samkvæmt stöðlum. Umsjón með verki Hreggviður Daníelsson, rafverktaki

Rafmagnsinntak inn í Mosfellskirkju. Rafmagnskapall sem færir rafmagn inn í kirkju var orðinn fúinn og ónýtur. Verk þetta var unnið af verktaka á vegum OR.

Kross framan á Mosfellskirkju var endurnýjaður. Umsjón/verktaki. Vélsmiðjan Sveinn, Mosfellsbæ

b. Beiðni um launalaust leyfi – Jónas Þórir
Farið var yfir beiðni Jónasar og honum veitt leyfið frá og með 1. júní 2010. Varðandi útfærslu og afleysingu var málið fært til framkvæmdanefndar til afgreiðslu.

c. 5 % aukning við starf djákna – Fjála Haraldsdóttir
Samþykkt var að hækka prósentuhlutfall Fjólu um 5%. Auk þess að greiða samkvæmt tímamælingu umsjón hennar með prjónasamverum.

8. Kirkjubyggingarmál
a. Staða mála – Kristján
Kristján gerði grein fyrir stöðu mála varðandi byggingar kirkju, fór yfir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun. Nú liggur fyrir að leggja kostnaðaráætlunina fyrir bæjarstjórn og fá niðurstöðu um greiðsluhlutfall kirkju og bæjar síðan að leggja þetta fyrir kirkjuráð.
b. Yfirlit vegna reiknings vegna samkepninnar. Farið var yfir yfirlitið. Okkar hlutur er samkvæmt því um 6.5 milljónir

9. Næstu fundir
a. Sóknarnefndarfundir / aðalsafnaðarfundur.
Næsti sóknarnefndarfundur verður fyrir páska og ráðgert er að aðalfundurinn verði seinni partinn í maí.

b. Fundir á vegum Kjalarnessprófastsdæmis
Rætt var um mætingu á fund á vegum Kjalarnessprófastsdæmis sem verður 25. febrúar kl. 17.30 í Hafnarfjarðarkirkju.

10. Önnur mál
Nýtt skipulag á fasteignaumsýslu Þjóðkirkjunnar – Lögð voru fram gögn varðandi fasteignaumsýslu Þjóðkirkjunnar.

Afmæli
Valgerður Magnúsdóttir og Kristján Sigurbjarnarsson voru sextug nýverðið. Formaður óskaði þeim innilega til hamingju með þau tímamót. Valgerður Þakkaði góðar gjafir og árnaðaróskir.

Ragnheiður tilkynnti að hún hefði verið valin í nefnd á vegum þjóðkirkjunnar varðandi mótunarstörf og mun fara á þing til Hannover í þýskalandi varðandi þetta málefni.

Formaður kynnti bókina Þjóðkirkjan og lýðræðið.

Fundi slitið kl. 19.20

Guðmundur Karl Einarsson

2. febrúar 2010 18:40

Deildu með vinum þínum