
Öflugt og skemmtilegt námskeið fyrir 13 -15 ára stráka verður haldið í safnaðarheimili Lágafellskirkju. Námskeiðið verður haldið fimm fimmtudaga í röð kl 18 -20 og hefst 7. nóvember. Þátttökugjald er aðeins 5000 krónur. Leiðbeinandi er Valdimar Þór Svavarsson sem hefur margra ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf og námskeiðs- og fyrirlestrahaldi og starfar hjá ráðgjafaþjónustunni Fyrsta skrefið. Á námskeiðinu verða ýmiskonar leikir og fræðsla. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því er um að gera að skrá sig sem fyrst. Skráning hér https://www.lagafellskirkja.is/born-og-unglingar/ungir-menn-a-uppleid/
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
30. október 2019 12:59