Sumarnámskeið Lágafellskirkju 2025

Fyrir 6 – 9 ára krakka

(1. – 4. bekkur, fædd á árinu 2016 – 2019)

Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í júní og ágúst. Hver dagur byggist upp af leik í bland við fræðslu, ævintýrum, söng og fjöri. Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn. Boðið verður upp á pylsu, djús og íspartý í hádeginu á lokadegi námskeiðsins.

Námskeiðin verða í gangi milli kl. 9 – 16 en safnaðarheimilið opnar kl. 8:45.

Tímabil í boði:
Vika 1: 10. – 13. júní. 4 daga námskeið verð: 15.000 kr.
Vika 2: 16. – 20. júní. 4 daga námskeið verð: 15.000 kr.
Vika 3: 23. júní – 27. júní. 5 daga námskeið verð: 18.000 kr.
Vika 4: 18. – 22. ágúst. 5 daga námskeið verð: 18.000 kr.

Veittur er 20% systkinaafsláttur, hafið samband við Thelmu Rós æskulýðsfulltrúa til þess að virkja og einnig ef einhverjar spurningar vakna.

Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur í gegnum skráningarkerfið okkar – skráning hefst 3. apríl

Dagskrá

Námskeiðin eru haldin að safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3 í Mosfellsbæ og verða í gangi mánudaga til föstudaga milli kl. 9 – 16, húsið opnar kl. 8:45. Hver dagur felur í sér mikið fjör, ævintýri, ferðalög í nærumhverfi eða vettvangsferðir með strætó í fyrirtæki og söfn, föndur og spjall. Heimsókn á sjóminjasafn íslands, Stuttur og léttur leiðangur um sýninguna Fiskur & fólk þar sem leiðbeinendur og krakkar vinna saman í hópum við að leysa þrautir.

Fjör/útivera
Ævintýraferðir í náttúru Mosfellsbæjar, lengri ævintýra/vettvangsferðir með strætó, inni & útileikir, SKUTLUKEPPNIN MIKLA, krítar og sápukúlur, hoppukastalar, þemadagar, hæfileikasýning, töfraskóli eru dæmi um dagskráliði sem hægt er að búast við yfir vikurnar.

Morgunstund
Á hverjum degi er sögð biblíusaga með litríkum hætti, unnið með hana ásamt því við syngjum hressa söngva.

Umsjón með námskeiðinu hefur Thelma Rós, æskulýðsfulltrúi. Thelma hefur hefur mikla reynslu úr barna- og æskulýðsstarfi hjá KFUM&K og Árbæjarkirkju. Hún hefur m.a. verið umsjónaforingi í Vindáshlíð og ráðskona í Vindáshlíð og Vatnaskógi. Hún hefur einnig varið forstöðukona skólahópa í Vatnaskógi. Skemmtilegri upplifun fyrir krakkana í sumar! Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 566-7113 eða Thelmaros@lagafellskirkja.is

Skráning

Skráning á sumarnámskeiðin hefst í skráningarkerfinu okkar 3. apríl 2025 kl. 13:00.