Upplýsingar um fermingafræðslu veturinn 2025 – 2026

Fermingarfræðsla veturinn 2025-2026 fer fra, í húsakynnum Lágafellssóknar, Þverholti 3, á 2. & 3. hæð. Foreldrar- og forráðamenn fermingarungmenna þurfa að skrá sín ungmenni í fermingarfræðslutíma (A, B, C, D, E eða F,) sem hefjast fljótlega eftir skóla á daginn.
Skráning í fermingarfræðslutíma hefst þriðjudaginn 9. september kl. 20 – tímarnir verða auglýstir síðustu vikuna í ágúst.
Fermingarfræðslan hefst svo 17. september á haustönn og á vorönn hefst fræðslan 14. janúar 2026

Fræðarar og aðrar upplýsingar

Fermingarfræðarar eru: Sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Arndís Linn,og sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir. Auk fræðarana verður starfsfólk í viðveru.

Kynningarfundur með foreldrum fermingarbarna verður haldinn miðvikudaginn 3. september kl. 17:30 (Kvíslarskóli) og kl. 18:30 (Helgafells- og Lágafellsskólar) í safnaðarheimilinu, 3. hæð.

Fermingarfræðslugjald er kr. 24.992 og verður innheimt með greiðsluseðli í heimabanka. Gjaldið er samkvæmt viðmiðurnargjaldskrá Prestafélags Íslands, sjá hér: https://prestafelag.is/gjaldskra/

Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á heimasíðu safnaðarins: www.lagafellskirkja.is eða á netfangi Lágafellssóknar: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is
Börn og foreldrar þeirra eru hvött til að mæta í guðsþjónustur í kirkjum safnaðarsins yfir veturinn til þess að kynnast kirkjustarfinu.

Með bestu kveðjum
Prestar og starfsfólk Lágafellssóknar.

Kennt verður á MIÐVIKUDÖGUM

Umsóknir um breyttan fermingarfræðslutíma berist á netfangið: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is