Sóknarnefnd Lágafellssóknar

Sóknarnefndarfundur: 5. nóvember 2025 kl. 17.00.

Fundargerð

Mættir voru Sr. Arndís Bernharðsdóttir Linn sóknarprestur og prestarnir Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttur  og Sr. Arndís Grétarsdóttir auk framkvæmdastjóra, Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur.  Eftirtaldir aðalmenn mættu:  Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir sóknarnefndarformaður,  Haraldur Sigurðsson, Sigurður Óli Karlsson og Guðmundur Jónsson.

Varamenn voru mættir: Björn Ó Björgvinsson og Brynhildur Sveinsdóttir
Fjarverandi og forföll: Valgerður Magnúsdóttir, Örn Jónasson, Kristín Valdemarsdóttir og Jónína Sif Eyþórsdóttir

  1. Formaður sóknarnefndar setti fundinn og bauð fundarfólk velkomið.  Fram kom hjá formanni, að tveir sóknarnefndarfulltrúar hefðu farið fram á leyfi frá störfum í sóknarnefnd.

 

  1. Sóknarpresturinn las úr Rómverjabréfinu og fór með bæn.  Sóknarprestur sagði frá starfi sóknarinnar og sagði kirkjusókn hafa verið góða undanfarnar vikur.  Sagði hún að erfið mál hefðu komið upp í Mosfellsbæ á síðustu dögum og oft væri erfitt að sinna aðstandendum og vinum, þegar slík mál koma upp, þar sem kirkjan að Lágafelli er orðin allt of lítil.  Sagði hún að nú væri orðin brýn þörf fyrir að byggja stóra kirkju, til þess að mögulegt væri að halda utan um söfnuðinn, þegar slík mál koma upp á.  Þá taldi hún æskilegt að fá fræðslu um forvarnarstarf, t.d. frá Píetasamtökunum.

 

  1. Samþykkt var að fresta umræðu um fundargerð síðasta fundar (08.10.2025).

 

  1. Lagt var fram á fundinum milli uppgjör fyrir mánuðina janúar til júní 2025.  Framkvæmdastjóri fór yfir helstu tölur og kom fram að sóknargjöld tímabilsins hafa hækkað um c.a. 10 milljónir miðað við sama tímabil á árinu 2024.  Tap er þó talsvert og skýrist það að mestum hluta af endurbótum á kirkjunni á Mosfelli, sem nú stendur yfir.

 

  1. Fram kom í máli prestanna, að sameining Mosfells- og Reynivallaprestakalls hefði verið tekin fyrir á Kirkjuþingi og samþykkt.  Reynt verði að fá 3,5 til 4 stöðugildi presta samþykkt fyrir hið nýja prestakall.

 

  1. Framkvæmdir – staða mála
    Nú kom fyrir fundinn Einar Gunnarsson, húsasmiður og verkstjóri framkvæmdanna við Mosfellskirkju.  Hann sagði að vinnan gengi nokkuð vel, en fram undan væri vinna við að taka turn kirkjunnar niður og lagfæra hann og einnig undirstöður turnsins.  Sagði hann að til þess þyrfti stóran krana, þar sem turninn, ásamt kirkjuklukkunum, væru nokkur tonn að þyngd.   Ekki liggur fyrir kostnaðaráætlun vegna þessarar vinnu, en sóknarnefnd var sammála um að halda verkinu áfram, þar sem ef ekkert væri gert, gæti farið svo að turninn hryndi og af því skapaðist mikið tjón.  Einar sýndi myndir á fundinum og kom þar greinilega í ljós, að undirstöður turnsins voru ónýtar.

 

  1. Starfsmannamál sóknarinnar
    Framkvæmdastjóri fór nokkrum orðum um starfsmannamál og greindi frá núverandi stöðugildum hjá starfsmönnum.

 

  1. Önnur mál varðandi rekstur.

Framkvæmdastjóri ræddi tryggingar húseignarinnar í Þverholti.  Var talið eðlilegt að húseigendatrygging væri greidd af húsfélaginu, en ekki af einstökum eigendum hússins.  Framkvæmdastjóri mun ræða þau mál við húsfélagið.

 

Leiðtogar í æskulýðsstarfi fóru fram á styrk til unglinga í ósoM sem sækja Æskulýðsmót ÆSKH 15. – 17. nóvember í Vatnaskógi.  Samþykkt var að styrkur yrði kr. 12.000 fyrir hvern ungling.

 

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18.31

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

22. desember 2025 16:38

Deildu með vinum þínum