
Helgihald í Lágafellskirkju um jól og áramót er fjölbreytt að vanda
Aðfangadag kl. 13 er jólastund fjölskyldunnar.
Sr. Henning Emil sér um stundina, Barnakór Lágafellskirkju syngur undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur og Bjarmi Hreinsson sér um meðleik
Aðfangadag kl. 18 er aftansöngur
Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar. Tónlistarstjóri er Bjarmi Hreinsson
Söngvarar: Bryndís Guðjónsdóttir, Elmar Gilbertsson, Katrín Valdís Hjartardóttir, Oddur Arnþór Jónsson og Alvilda Elmarsdóttir
Aðfangadag kl. 23:30 er miðnætur guðsþjónusta
Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir þjónar, tónlistarstjóri er Bjarmi Hreinsson.
Tónlistarflutning annast: Vigdís Másdóttir- víóla, Tobias Helmar- óbó og einsöngvari er Vera Hjördís Matsdóttir. Fermingabörn aðstoða við helgihaldið.
Gamlársdag, 31. desember kl. 18 er aftansöngur
Sr.Sunna Dóra Möller þjónar, tónlistarstjóri er Bjarmi Hreinsson
Tónlistarflutning annast söngkvartett.

Katrín Valdís Hjartardóttir
17. desember 2025 14:19

