
Jólapeysudagur starfsfólks Lágafellsóknar 


Á þriðjudagsmorgnum hittumst við og förum yfir liðna viku sem og ræðum verkefnin fram undan. Þessir fundir gefast vel í öllum undirbúningi. Á myndina vantar nokkra úr okkar góða samstarfshópi.
Fram undan er Aðventukvöld Lágafellsóknar næsta sunnudag kl. 20:00. Aðventukaffi verður í safnaðarheimilinu á eftir. Fylgist með dagskrá desember mánaðar á samfélagsmiðlum og heimasíðunni lagafellskirkja.is
Á starfsmannafundum syngjum við alltaf sálma en í morgun sungum við sálm nr. 22:
1 Tveir englar horfa heiminn á
því himnadrottinn sendi þá
að flytja boðskap frelsarans
og feta hér í sporin hans.
2 Þeir villast oft því vandi er
að vera’ á ferð er rökkva fer.
En bliki stjarna’ á himni hátt
þeir halda stefnu’ í rétta átt.
3 Þeir birtast þar sem börn sjá til
og bera með sér ljós og yl.
Svo þegar allt er orðið hljótt
menn undrast þessa helgu nótt.
4 Tveir englar horfa heiminn á.
Þeir hingað komu til að sjá
í vetrarmyrkri vonarsól.
Nú verða aftur haldin jól.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
2. desember 2025 15:06

