Mosfellsbær 8. maí 2025
- Skipun fundarstjóra og ritara.
Rafn Jónsson, formaður setti fundinn. Hann lagði til að Guðmundur Jónsson yrði fundarstjóri og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir sem fundarritari. Samþykkt samhljóða og tóku þau til starfa. Mættir 31.
- Prestur leiðir fundinn úr hlaði
Fundarstjóri gaf sr. Henning Emil Magnússyni orðið. Hann las sálm 91. Að lokum fór hann með bæn.
- Skýrsla sóknarnefndar.
Rafn Jónsson flutti skýrslu stjórnar og fór yfir helstu viðburði og verkefni sóknarnefndar á árinu 2024. Sjá fylgiskjal með fundargerðinni.
- Skýrsla sóknarprests.
Vegna forfalla sóknarprests fór sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir yfir helstu áherslur í helgihaldi ársins 2024. Talaði um starfið sem sést og sést ekki. Bænahópurinn, sálgæslustarf, heimsókn til dagdeilda, viðtöl vegna athafna, alþjóðakaffi fyrsta sunnudag í mánuði ofl.
- Ársreikningar kynntir
Björn Ó. Björgvinsson endurskoðandi kom og kynnti ársreikninga sóknarinnar. Annars vegar ársreikning Lágafellssóknar og hins vegar Kirkjugarðs Lágafellssóknar. Sjá nánar ársreikninga sem fylgiskjöl.
Fundarstjóri opnaði mælendaskrá fyrir umræðu um liði 3, 4 og 5 í dagskránni.
Fundarstjóri bar því upp skýrslu stjórnar, skýrslu starfsmanna og ársreikninga til samþykktar. Samþykkt samhliða með handa uppréttingu.
Fundarstjóri gerði fundarhlé í 10 mínútur og var boðið upp á kaffi og kleinur.
- Kosningar í sóknarnefnd
Fundarstjóri gaf Rafni Jónssyni formanni orðið sem fór yfir reglur um kjör í sóknarnefndir. Kosið er á tveggja ára fresti. Rafn upplýsti að fjórir fulltrúar víki nú úr sóknarnefnd. Þau Rafn Jónsson og Ólína Kristín Margeirsdóttir úr aðalnefnd og Pétur Magnússon og Marta María Sigurðardóttir úr varanefnd.
- Laus eru fjögur sætir í aðalnefnd til fjögurra ára.
Stjórn leggur til eftirfarandi aðila:
Guðmundur Jónsson
Halla Karen Kristjánsdóttir
Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir
Sigurður Óli Karlsson
Már Karlsson gaf einnig kost á sér og fór fram kosning. Elísabet hlaut 27 atkvæði Halla Karen hlaut 26, Sigurður Óli hlaut 15 atkvæði og Már 13 atkvæði.
- Laus eru þrjú sæti í varastjórn til fjögurra ára. Lögð er fram tillaga um eftirfarandi aðila:
Björn Ó. Björgvinsson
Brynhildur Sveinsdóttir
Kristín Edda Guðmundsdóttir
Már Karlsson gaf kost á sér í varastjórn og fór fram kosning. Björn hlaut 24 atkvæði, Brynhildur 28 atkvæði, Kristin Edda 21 atkvæði og Már 14 atkvæði. Réttkjörin eru því Björn, Brynhildur og Kristín Edda.
Kristín Valdemarsdóttir og Inga Kristín Kjartansdóttir taka við sætum tveggja varamanna sem hættu í stjórn án þess að klára sitt kjörtímabil og eru þær því kosnar í stjórn til 2027.
- Önnur mál
- Kynning á sameiningu prestakalla – fráfarandi formaður ræddi hugmyndir um sameiningu Mosfellsprestakalls og Reynivallaprestakalls. Las Rafn bréf frá biskupi Íslands um efnið og er bréfið fylgigagn þessarar fundargerðar. Sr. Henning Emil Magnússon steig í pontu og fór yfir málið út frá sjónarhóli presta. Henning er á því að þessi sameining kæmi niður á starfi beggja prestakalla þar sem þau eru eðlisólík. Aðkallandi að fá hingað þriðja þjóðkirkjuprestinn og talsvert síðan að þörf var á þar sem íbúar hér eru yfir 14.000.- Henning Emil leggur til að unnið sé út frá þeirri hugmynd að spyrja hvers vegna þetta sé góð hugmynd. Rafn lagði fram þá tillögu að vísa málinu til nýrrar stjórnar. Samþykkt samhljóða.
- Einar Gunnarsson, húsasmiður bað um orðið en Einar hefur verkefnastýrt endurbótum á Mosfellskirkju og sinnt fleiri verkefnum á vegum sóknarinnar. Hann sagði í stuttu máli frá framkvæmdum og opnaði fyrir spurningar um endurbætur Mosfellskirkju.
- Halldóra Kristjánsdóttir ræddi um málefni Kirkjukórs Lágafellssóknar.
- Már Karlsson ræddi um málefni Kirkjukórs Lágafellssóknar.
- Fráfarandi formaður Rafn Jónsson, fór einnig yfir málefni Kirkjukórs og þótti hart að sér vegið í ræðu bæði Halldóru og Más vegna málefna kirkjukórsins. Rafn fór yfir tímalínu málsins.
- Þórdís kvað sér hljóðs ræddi hversu safnaðarstarfið er dýrmætt henni og hversu vænt henni þykir um kirkjukórinn.
- Már Karlsson bað um orðið og ræddi áfram málefni Kirkjukórs Lágafellssóknar.
- Halldóra Kristjánsdóttir bað Rafn fráfarandi formann afsökunar.
Fundarstjóri sleit fundi og þakkaði fyrir góðan fund og fundarsetu. Fundi slitið kl. 23:15.
Fundargerð ritaði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
17. september 2025 10:38