Aðalsafnaðarfundur Lágafellssóknar fór fram í safnaðarheimili Lágafellssóknar í kvöld. Á dagskránni voru hefðbundin aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar sem og ársreikningar. Þá fóru fram kosningar til sóknarnefndar en þau Rafn Jónsson, Ólína Kristín Margeirsdóttir,  María Marta Sigurðardóttir og Pétur Magnússon gáfu ekki kost á sér áfram. Er þeim þakkað óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf í þágu sóknarinnar.

Nýja sóknarnefnd skipa

aðalmenn:

Guðmundur Jónsson 

Halla Karen Krisjánsdóttir 

Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir

Sigurður Óli Karlsson 

Haraldur Sigurðsson

Valgerður Magnúsdóttir 

Örn Jónasson 

varamenn:

Björn Ó Björgvinsson 

Brynhildur Sveinsdóttir 

Kristín Edda Guðmundsdóttir 

Jónína Sif Eyþórsdóttir 

Inga Kristín Kjartansdóttir 

Kristín Valdimarsdóttir 

Örn Gunnarsson 

Nýrri sóknarnefnd er óskað til hamingju með kjörið og er henni óskað velfarnaðar í störfum sínum í þágu sóknarinnar.

 

Nýkjörin sóknarnefnd Lágafellssóknar: Frá hægri, Haraldur Sigurðsson, aðalm., Guðmundur Jónsson, aðalm., Halla Karen Kristjánsdóttir, aðalm., Brynhildur Sveinsdóttir, varam., Valgerður Magnúsdóttir, aðalm., Elísabet S. Ólafsdóttir, aðalm., og Björn Ó. Björgvinsson, varam. Á myndina vantar í aðalnefnd: Sigurð Óla Karlsson og Örn Jónasson. Í varanefnd: Kristín Edda Guðmundsdóttir, Jónína Sif Eyþórsdóttir, Inga Kristín Kjartansdóttir, Kristín Valdimarsdóttir, Örn Gunnarsson.  Aðalstjórn skiptir með sér verkum á sínum fyrsta fundi. 

 

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

8. maí 2025 23:39

Deildu með vinum þínum