
Laus er til umsóknar staða Tónlistarstjóra í Lágafellssókn, Mosfellsprestakalli.
Um er að ræða 100 % starfshlutfall.
Starfið veitist frá 1. ágúst n.k. eða eftir nánara samkomulagi.
Mosfellsprestakall þjónar rúmlega 14.100 íbúum.
Tvær kirkjur eru í prestakallinu Lágafellskirkja og Mosfellskirkja.
Í störfum við kirkjuna er lögð rík áhersla á samstarf og teymisvinnu.
Við Mosfellsprestakall starfar teymi þriggja presta ásamt kórstjóra barnakórs, æskulýðsfulltrúa og leiðtogum í æskulýðsstarfi, kirkjuverði, framkvæmdastjóra og sjálfboðaliðum.
Í Mosfellsprestakalli er fjölbreytt safnaðarstarf og messað hvern helgan dag.
Stefnt er að öflugri uppbyggingu í tónlistarstarfi prestakallsins.
Leitað er eftir einstaklingi sem er hvetjandi og býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, hafa góða skipulagshæfileika, vera sveigjanleikur í starfi og vera virkur þátttakandi í teymi prestakallsins.
Starfsskyldur tónlistarstjóra eru m.a:
- Bera ábyrgð á að byggja upp og stýra tónlistarstarfi prestakallsins.
- Hljóðfæraleikur við helgihald, athafnir og annað kirkjustarf.
- Stuðningur við annað safnaðarstarf, við presta og starfsfólk.
- Umsjón með hljóðfærum og hljóðkerfum í eigu kirkjunnar.
Hæfniskröfur
- Kirkjutónlistarmenntun frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða sambærilegt nám.
- Reynsla af flutningi tónlistar við helgihald.
- Listfengi, frumkvæði og hugmyndaauðgi.
- Góð reynsla af kórstjórn.
- Sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
Með umsókn skulu fylgja afrit af prófskírteinum og ferilskrá.
Einnig skal leggja fram meðmæli um hæfni og reynslu af tónlistar- og kórastarfi ásamt stuttri greinagerð um fyrri störf og hvaða hugmyndir og framtíðarsýn umsækjandi hefur til starfsins.
Launakjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organista FÍH/FÍO.
Umsóknarfrestur um starfið er til og með 22. maí n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veita Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Lágafellssóknar s. 897-3706 og séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, sóknarprestur s. 8668947. Umsóknum skal skilað á netfangið lagafellskirkja@lagafellskirkja.is
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
30. apríl 2025 12:01