
Næsta fimmtudag 21. mars kl. 17 í safnaðarheimilinu verður íþrótta-úlfastund. Við fáum í láni frá vinum okkar í Digraneskirkju flott dót sem þau nota í íþrótta-sunnudagaskólanum sínum. Úlfastundin hefst því með léttri upphitun, svo sitjumst við niður syngjum og heyrum íþróttatengda biblíusögu um Jesú. Áhersla er lögð á virkni barnanna á þessum úlfatíma. Skemmtun fyrir börnin og á meðan geta fullorðnir, ef þau treysta sér til, kíkt á foreldramorgna á 3. hæðinni. Þar er í boði spjall og hressing. Úlfastundin endar svo alltaf kl. 18issh með mat og samfélagi.
Ókeypis starf en skráning nauðsynleg upp á mat að gera inn á lagafellskirkja.is (sjá neðst í frétt eða skanna QR kóðann til að skrá)
Öll hjartanlega velkomin, stór og smá!
Sirka svona mun íþrótta-úlfastundin líta út:
Bogi Benediktsson
20. mars 2024 15:39