
….í safnaðarheimilinu, Þverholti 3 verða samverur á foreldramorgnum, Gaman saman og úlfastund
Á foreldramorgnum kl. 10 – 12 kemur Tónagull í heimsókn. Kaffi, meðlæti og gott spjall.
Verið velkomin!
Í Gaman saman – starf eldri borgara kl. 14 – 16 kemur hringfarinn Kristján Gíslason sýnir og segir frá ferðum sínum um heiminn. Kristján Gíslason er þekktastur fyrir þætti sína Hringfarinn á RÚV sem margir þekkja. Kristján verður með bækur sínar til sölu en ágóði af þeim rennur til góðgerðarmála.
Verið velkomin!
Úlfastundir – Þorri og Þura kíkja í heimsókn! Kl. 17 – 19 í safnaðarheimilinu. Skráning í mat hér fyrir neðan!
Bogi Benediktsson
13. mars 2024 09:13