Barnakórinn okkar frábæri

Í Barnakór Lágafellssóknar starfar söngglaður og vinalegur hópur barna undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur, tónlistarkonu og kennara og Sylvíu Þórðardóttur, aðstoðarkórstjóra. Kórinn æfir í tveimur aldursskiptum hópum, í yngri hóp eru börn í 1. -3. bekk og í eldri hóp börn í 4. – 7. bekk. Kórinn tekur þátt í messum og viðburðum tengdum kirkjustarfinu og syngur við ýmis tækifæri.

Jólaljósin kveikt

Í desember söng kórinn t.d. á torginu í Mosfellsbæ þegar jólasljósin voru tendruð á jólatrénu og í fjölskyldumessu á sjálfan Aðfangadag í Lágafellskirkju, sem var einkar hátíðleg stund. Æfingar hefjast aftur eftir jólafrí þann 12. janúar og þá tökum við glöð á móti nýjum félögum. Yngri hópurinn æfir á mánudögum kl. 16.20 – 17 og sá eldri 17.10-18, einnig á mánudögum. Boðið er uppá smá hressingu í byrjun æfingar.

Nýir söngvarar velkomnir!

Í janúar verður hægt að koma og prófa að mæta á æfingu en nauðsynlegt er að hafa samband við Valgerði kórstjóra áður en mætt er gegnum netfangið valgerdur@lagafellskirkja.is

 

Á vorönn verða ýmis skemmtileg verkefni hjá okkur, m.a. kórahittingur og tónleikar með öðrum barnakórum, söngur í Lágafellskirkju, heimsóknir á dvalarheimili og eins stefnum við á að halda flotta vortónleika í lok annarinnar. Að starfa í kór er bæði skemmtilegt, lærdómsríkt og frábær tónlistarmenntun.

 

Katrín Valdís Hjartardóttir

6. janúar 2026 11:46

Deildu með vinum þínum