Sóknarnefnd Lágafellssóknar
Sóknarnefndarfundur: 10. september 2025 kl. 17.00.
Fundargerð
Mættir voru auk sóknarprests og framkvæmdastjóra eftirfarandi aðalmenn: Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir (GHG), Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (JÝJ), Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ), Guðmundur Jónsson (GJ), Haraldur Sigurðsson (HS), Valgerður Magnúsdóttir (VM), Örn Jónasson (ÖJ).
Varamenn: Brynhildur Sveinsdóttir (BS), Björn Ó Björgvinsson (BÓB).
Fjarverandi og forföll: (Séra Arndís Bernhardsdóttir Linn, Sigurður Óli Karlsson, Halla Karen Kristjánsdóttir).
- Formaður sóknarnefndar setti fundinn og bauð fundarfólk velkomið.
- Fundargerð síðasta fundar (03.06.2025) tekin fyrir.
Niðurstaða: Samþykkt samhljóða. - Prestur (GHG) leiddi fundinn með hugvekju og bæn og gerði grein fyrir helgihaldinu og starfi sóknarinnar á komandi hausti. GHG bað fyrir kveðju sóknarprests Sr. Arndísar sem er námsleyfi erlendis.
Fram kom m.a. að sunnudagaskólinn yrði ekki starfræktur í vetur vegna minnkandi aðsóknar. Gaman saman verður sjaldnar nú í vetur, en Úlfastund heldur áfram á fimmtudögum.
Einnig, að alþjóðakaffi verði ekki haust, það sinnti aðallega flóttafólki, en nú er flest þetta fólk komið á vinnumarkaðinn.
Fram kom að Sr. Arna Grétarsdóttir væri komin til sóknarinnar afleysingar sem prestur í 50% starfsfhlutfalli - Framkvæmdir – staða mála
Einar Gunnarsson, húsasmiður fór yfir stöðu mála framkvæmda viðgerða á kirkjunni að Mosfelli, hvað búið væri að gera og hvað væri framundan í þeim efnum m.a. nýtt þak á kirkjuna. Einnig koma Einar inn á viðhald á anddyri og inngangi að safnaðarheimilinu. Framkvæmdir ræddar og kostnaður við þær og mikilvægi þess að klára utanhúss verk sem fyrst fyrir veturinn.
Niðurstaða: Einar kynnti stöðu framkvæmda. Lagt til að sóknin leitaði styrkja upp í kostnað. - Viðhald húsnæðis og eigna
Framkvæmdastjóri Lágafellssóknar sagði frá viðhaldi húsnæðis safnaðarheimilis og Lágafellskirkju. Einar Gunnarsson, húsamiður skýrði nánar í hverju og hvers vegna þetta viðhald væri orðið aðkallandi m.a. að hætta væri að lekavandamálum í Lágafellskirkju vegna þess að engin vatnsbretti væru yfir gluggum þar.
Niðurstaða: Samþykkt að skoða þessi mál nánar og taka ákvarðanir þar um. - Kirkjugarðar
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála kirkjugarðinn við Mosfellskirkju og niðurstöðu fundar sem hún átti með Garðaþjónustu Sigurjóns sem sér um umsjón og viðhald kirkjugarða sóknarinnar og hugmyndir um framtíðarútlit kirkjugarðarins. Ýmislegt þarf að lagfæra og breyta þar m.a. vegna þess að fjölgun duftkerja sem sett eru niður í kirkjugarðinn.
Málin rædd hvað þetta varðar og framtíðarútlit kirkjugarðarins og hvernig mætti einfalda vinnuna við hirðingu og viðhald kirkjugarðarins.
Niðurstaða: Samþykkt að fara eftir tillögu Garðaþjónustu Sigurjóns og heyra í þeim hvenær best væri að fara í þetta verk. - Starfmannamál sóknarinnar
Framkvæmdastjóri sagði frá starfsmannamálum sóknarinnar og breytingu á þeim og hvernig breyta þurfti starfi sóknarinnar vegna þessa.
Nýr söngstjóri og organisti kynntur, Bjarmi Hreinsson, sem tók til starfa 1. ágúst sl.Niðurstaða: Skoða þarf frekari breytingar á starfi sóknarinnar og hvernig nota megi samfélagsmiðla meira til að ná til fólks.
- Önnur mál
Málefni kirkjukórs
Formaður Kirkjukórs Lágafellssóknar ræddi málefni kórsins.
Niðurstaða: Samþykkt að formaður sóknarnefndar og formaður kirkjukórsins hittist og ræði þessi mál.Varamenn í stjórn
Rætt um innköllun varamanna í sóknarnefnd þegar aðalmenn forfallast.
Niðurstaða: Samþykkt að þetta yrði gert með úrdrætti.
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 19.20
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
22. desember 2025 13:10

